Anna Sigga
Kírópraktor
Anna Sigga útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC í Bournemouth, Bretlandi. Anna Sigga hefur brennandi áhuga á bæði íþróttum og barnakírópraktík.
Hún æfði fimleika frá sex ára aldri þar til hún flutti til Bretlands til að læra kírópraktík. Á fimleikaferli sínum vann hún marga titla með félagsliðinu sínu, ásamt því að vera valin í íslenska landsliðið í hópfimleikum.
Anna Sigga hlaut einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum er hún útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands.
Hún kynntist kírópraktík í gegnum fimleikana og hefur löngun til þess að hjálpa öðrum, líkt og kírópraktík hjálpaði henni á ferlinum. Í dag æfir Anna Sigga CrossFit og hefur enn brennandi áhuga á öllu tengdu hreyfingu.
Anna Sigga hefur alltaf haft ótrúlega gaman af börnum á öllum aldri. Hún vann á yndislegum leikskóla í sex ár, eða frá því að hún var 15 ára gömul. Þegar hún bjó í Bretlandi tók hún þátt í átta vikna námskeiði þar sem hún meðhöndlaði og hjálpaði börnum sem voru á aldursbilinu tveggja vikna til 14 ára sem höfðu alls kyns stoðkerfisvandamál. Markmið námskeiðsins var að hjálpa börnunum að líða betur, bæði andlega og líkamlega.