Diljá Sturludóttir
Kírópraktor
Diljá útskrifaðist frá AECC í Bournemouth í Englandi. Diljá kynntist kírópraktík fyrst þegar hún upplifði verki í mjöðm við hlaup og eftir langa vinnudaga, þessi reynsla kveikti áhuga hennar á kírópraktík.
Áður en hún hóf nám í kírópraktík útskrifaðist Diljá með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020. Þessi þekking gerir henni kleift að skilja heildræn tengsl andlegrar heilsu og stoðkerfisins og hvernig þessir þættir hafa áhrif á hvort annað.
Diljá hefur einnig mikinn áhuga á barna kírópraktík og vann á barna klíník á lokaári sínu þar sem hún öðlaðist mikla þekkingu a meðhöndlun og greiningu barna.