Hildur Ingólfsdóttir kírópraktor

Hildur Ingólfsdóttir

Kírópraktor


Útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC University College í Bournemouth, Englandi. Auk þess kláraði Hildur BS gráðu í Íþrótta- og heilsufræði frá HÍ.

Hildur hefur æft fjölmargar íþróttir frá unga aldri og unir sér best við hreyfingu. Hún hefur einnig þjálfað frjálsar íþróttir, blak, fótbolta og tekið að sér einkaþjálfun. Áhugi til að hjálpa fólki spratt fram eftir slæm hné meiðsli sem unglingur þar sem meðferðarúrræði og eftirfylgni var lítil sem engin. Samhliða Kírópraktor meðferð þá leggur Hildur áherslu á meðferðarúrræði í átt að heilbrigðari lífsstíl ásamt því að fyrirbyggja meiðsli með bættri líkamsbeitingu og æfingum.

Meðan á Klíníska námi Hildar stóð þá stýrði hún Gonstead klúbbnum í skólanum, þar sem Gonstead tækni og aðferðafræði var kennd nemendum skólans. Hún sótti einnig þó nokkur námskeið á námsárum sínum. Meðal annars: ÍAK námskeið í styrktarþjálfun, Gonstead Specific Chiropractic seminar.

Fjölbreyttur bakgrunnur Hildar í íþróttum, fyrrum starfsreynsla og menntun gerir henni kleift að greina og meðhöndla sjúklinga eftir þörfum hvers og eins.