Jón Bjarki kírópraktor

Jón Bjarki Oddsson

Kírópraktor


Útskrifaðist sem Kírópraktor (Doctor of Chiropractic) frá Life University í Atlanta, Bandaríkjunum. Samhliða kírópraktornáminu útskrifaðist hann einnig með gráðu í þjálfunarfræðum (e. Excercise Science)

Jón Bjarki var í unglingalandsliðum bæði í handbolta og golfi og stundar golfíþróttina enn í dag.

Jón Bjarki leitaði fyrst til kírópraktors 15 ára gamall vegna verkja í mjóbaki sem voru farnir að leiða niður í fætur, þá sérstaklega á morgnanna og þegar hann var undir miklu álagi í íþróttum. Samhliða breyttum venjum fann Jón Bjarki hvernig kírópraktík hjálpaði honum að ná settum markmiðum hvað varðar sína heilsu og sem íþróttamaður.

Þar kviknaði áhuginn á því að verða sjálfur kírópraktor og geta í samvinnu við sína skjólstæðinga hjálpað þeim að ná settum markmiðum. Jón Bjarki leggur mikið upp úr því að kenna fólki hvernig það getur hjálpað sér sem best sjálft.