Sveinn Gunnar kírópraktor

Sveinn Gunnar Björnsson

Kírópraktor


Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta Georgíu. Sveinn byrjaði að finna fyrir eymslum í baki 14 ára útfrá golfi. Eftir að hafa verið verkjaður í rúm 4 ár, misst allan mátt í fótum og átt erfitt með að ganga fann Sveinn Kírópraktík. Með þekkingu og meðhöndlun náði hann yfirhöndinni og heldur sér núna góðum og verkjalausum með reglulegum hnykkingum.

Í gegnum allt þetta ferli fékk Sveinn ástríðu á að hjálpa fólki að lifa betra og heilbrigðara lífi. Samhliða námi sótti Sveinn hin ýmsu námskeið til að auka þekkingu sína. Meðal annars: Professional Applied Kinesiology, Graston, Sogskálameðferð (Cupping), Kinesiotaping, Functional Movement Screening (FMS) og TPI réttindi.